Leikfélag Kópavogs sýnir leikdagskrána Trú, von og trúðleik, fimmtudaginn 8. jan. kl. 20.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Á dagskránni eru 6 leikþættir af ýmsum toga; Leikboðinn eftir Örn Alexandersson, Bæn eftir Fernando Arrabal, Man það ekki alveg… eftir Nick Zagone, Charlie eftir Fjölni Gíslason, Áttu íbúfen, ég er með svo mikla trúðverki eftir Fjölni Gíslason og Jón Gunnar Garðarsson og Á stofunni eftir Bjarna Guðmarsson.
Trú, von og trúðleikur
Leikboðinn e. Örn Alexandersson
Leikari: María Björt Ármannsdóttir
Leikstjórn: Sigrún Tryggvadóttir
Áttu íbúfen, ég er með svo mikla trúðverki? e. Fjölni Gíslason
Leikur og leikstjórn: Fjölnir Gíslason
Bæn e. Fernando Arrabal
Leikarar: Anna Bryndís Einarsdóttir og Elías Maggi Sigurðsson
Leikstjórn: Hörður Sigurðarson
Man það ekki alveg… e. Nick Zagone
Leikarar: Fjölnir Gíslason og Helga Björk Pálsdóttir Leikstjórn: Hörður Sigurðarson
Á stofunni e. Bjarna Guðmarsson
Leikarar: Ásgeir Kristinsson, Guðlaug Björk Eiríksdóttir og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir Leikstjórn: Stefán Bjarnarson
Charlie e. Fjölni Gíslason
Leikur og leikstjórn: Fjölnir Gíslason
Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson
Leikmynd: Hópurinn
Hljóðmynd: Fjölnir Gíslason, Hörður Sigurðarson
Miðapantanir eru í midasala@kopleik.is. Miðaverð er 1.000 kr.