Unglingadeild leikfélagsins hefur störf þann 19. september með námskeiði undir stjórn Grímu Kristjánsdóttur sem setti upp hina frumlegu og skemmtilegu sýningu Beðið eftir græna kalllinum í fyrra. Í kjölfarið á námskeiðinu verður sett upp sýning sem áætlað er að frumsýna um miðjan nóvember.
Unglingadeildin er opin þeim sem eru í 8.9. og 10. bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla. Þeir sem vilja taka þátt eða óska eftir nánari upplýsingum skulu senda póst á lk@kopleik.is. Starf Unglingadeildar er opið öllum þeim sem fæddir eru á árunum 1995-1998 en unglingar sem búa í Kópavogi ganga fyrir. Þeir sem taka þátt þurfa að greiða félagsgjald að upphæð 2.000 kr. Námskeiðið hefst mánudaginn 19. september kl. 17.00 í Leikhúsinu Funalind 2.

Lesa nánar: Unglingadeild hefur störf