Unglingadeildin sýnir

Leiklistarnámskeiðum unglingadeildar er nú lokið. Fimmtudaginn 13. nóv. sýndi yngri hópur foreldrum og aðstandendum afrakstur námskeiðs sem var spunaverk er nefndist Hótel Paradís. Sjá má leikhópinn og leiðbeinendur, þau Guðmund L. Þorvaldsson og Helgu Björk Pálsdóttur á myndinni hér til hliðar. Í yngri hópnum eru börn á aldrinum 11-12 ára. Eldri hópur 13-16 ára æfir nú upp leiksýningu sem ætlunin er að frumsýna fimmtudaginn 27. nóv.

0 Slökkt á athugasemdum við Unglingadeildin sýnir 812 14 nóvember, 2014 Barna- og unglingadeild, Fréttir nóvember 14, 2014

Stiklur úr sýningum