Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir leikritin Sumarbúðir og Hvíldu í friði nú um helgina. Unglingadeildin sem telur nú tvo hópa, eldri og yngri, hefur í haust verið á vikulegum leiklistarnámskeiðum. Námskeiðunum sem slíkum er lokið en nú er komið að leiksýningum sem eru öðrum þræði afrakstur námskeiðanna. Yngri hópur sýnir leikritið Sumarbúðir sem fjallar um hópur barna sem fer í sumarbúðir en uppgötvar sér til mikillar skelfingar að þar er allt meira og minna bannað. Og hvað er þá til ráða nema auðvitað taka til sinna ráða?
Eldri hópur sýnir draugatryllinn Hvíldu í friði sem segir frá unglingum sem fara í Halloween partý í yfirgefnu húsi. Er draugagangur þar? Gengur kannski morðingi laus? Í heildina eru það 18 krakkar sem taka þátt í sýningum sem leisktýrt er af Guðmundi L. Þorvaldssyni með dyggri aðstoð Guðlaugar Bjarkar Eiríksdóttur.
Frumsýning er lau. 28. nóvember kl. 18.00 en einnig verður sýning sunnudaginn 29. nóv. kl. 16.00. Miðaverð er hóflegar 500 kr. en hægt er að panta miða á midasala@kopleik.is.