Síðan Leikhúsið í Funaliund opnaði árið 2008, hefur það hýst ótal leiksýningar, tónleika, danssýningar og myndlistarsýningar, verið nýtt sem upptökustúdíó fyrir tónlist, kvikmyndir og auglýsingar svo eitthvað sé nefnt. Þar hafa verið haldnir útskriftartónleikar og útskriftarsýningar auk ýmissar annarrar starfsemi.

Föst sæti í salnum eru 59 en hægt er að bæta við sætum ef svo ber undir upp í 72 sæti. Sviðið er tæplega 70 fermetrar. Leikhúsið er búið góðu ljósa- og hljóðkerfi og önnur aðstaða er með ágætum.

Þegar svo hentar er Leikhúsið falt til útleigu. Hér er hægt að senda inn beiðni um leigu.

Fyrirspurnir sendist á lk@kopleik.is.