Hið árvissa stjörnuljósakvöld félagsins fór fram með pompi og prakt síðastliðinn laugardag, hinn 5. janúar, í Leikhúsinu, og tókst einkar vel. Þar komu menn saman og fögnuðu hækkandi sól, lyftu glösum og voru glaðir. Leikdagskráin var forsýnd og Selma Rán flutti tónlistaratriði og hreif menn.