Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir glænýtt leikverk er nefnist Vertu úti sunnudaginn 20. nóvember kl. 20.00. Verkið er byggt á á þekktum þjóðsögum og þjóðsagnaminnum. Hér segir frá systkinum sem leggja á Heiðina þegar allra veðra er von, fleiri reynast vera á sveimi á sama tíma. Fólk hittist eða fer á mis og allra bíða margvísleg örlög.
Níu leikarar taka þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Grímu Kristjánsdóttur. Auk frumsýningar verða sýningar mið. 23. nóv. og lau. 26. nóv. Sýningar eru í Leikhúsinu, Funalind 2, og hefjast kl. 20.00.

Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir eru í midasala@kopleik.is eða í síma 554-1985.Nánari upplýsingar á www.kopleik.is.