Leikfélag Kópavogs heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 10. sept. næstkomandi kl. 20.00. Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt. Má þar m.a. nefna spennandi verkefni sem Vigdís Jakobsdóttir stýrir, leiksýningu Unglingadeildar, blandaðar leikdagskrár og sitthvað fleira.

Léttar veitingar af ýmsu tagi verða í boði og til sölu að loknum fundi. Fundurinn verður haldinn í Leikhúsinu Funalind 2.

Aðalfundi LK í sumar var frestað svo hægt væri að gera tímabærar breytingar á lögum félagsins. Framhaldsaðalfundur verður haldinn samhliða félagsfundi þar sem á dagskrá eru lagabreytingar og önnur mál.