Laugardaginn 7. júní verður vinnudagur í leikhúsinu. Verkefni verða í boði fyrir hvers manns getu, áhuga og tíma. Kaffi á könnunni og eitthvað með því í boði félagsins.

Að afloknum vinnudegi verður grillpartý sem markar lok leikársins hjá félaginu. Nánari upplýsingar um það síðar.