Vinnudagur og leikárslokagrill

Laugardaginn 20. júní lokum við leikárinu formlega hjá leikfélaginu. Hefð er orðin fyrir því að félagsmenn mæti að morgni í leikhúsið og vinni þar að viðhaldi, tiltekt og framkvæmdum ýmisskonar. Að afloknum vinnudegi býður félagið svo í leikárslokagrill.

Leikhúsið opnar kl. 10.00 á laugardeginum og verður unnið frameftir degi. Leikárslokagrillið hefst síðan kl. 17.30. Matur er í boði félagsins en félagar þurfa að útvega drykkjarvörur sjálfir.

0 Slökkt á athugasemdum við Vinnudagur og leikárslokagrill 727 14 júní, 2015 Fréttir júní 14, 2015

Stiklur úr sýningum