Bót og betrun
Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur út úr félagslega kerfinu, þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af, þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric að losa sig við upplogna bótaþega sína en vandinn vex bara með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu.
Miðasala á Tix.is
Nánar um sýninguna hér.
Ferðin til Limbó
Töfrandi og falleg sýning sem hentar sérlega vel fyrir 4-8 ára og upp úr.
Sýnt í september. Miðasala á Tix.is
Nánar um sýninguna hér.
Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi og var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekktasta lagið úr leikritinu „Sé tunglið allt úr tómum osti“ sem gefið var út á plötu með söng Ingibjargar.
Rommí
Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta fumsýningu á Rommí um sinn. Meira þegar mál skýrast.
Hugljúft, átakakanlegt og fyndið verk um þau Weller Martin og Fonsia Dorsey sem búa saman á elliheimili og stytta sér stundir með spilamennsku. Miðasala á Tix.is.
Þau eiga það sameiginlegt að vera heldur óánægð með tilveruna – einmana, gömul og hálfbitur. Þau hafa þó bæði gaman af því að grípa í spil og skemmta sér hið besta við þá iðju … a.m.k. fyrst um sinn. Kemur ýmislegt upp úr kafinu er líður á spilamennskuna, bæði fljúga örvar Amors um loftið auk þess sem ýmislegt úr fortíðinni kemur upp á yfirborðið.
