Ferðin til Limbó 

Töfrandi og falleg sýning sem hentar sérlega vel fyrir 4-8 ára og upp úr.
Sýnt í september.  Miðasala á Tix.is 
Nánar um sýninguna hér

Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi og var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekktasta lagið úr leikritinu „Sé tunglið allt úr tómum osti“ sem gefið var út á plötu með söng Ingibjargar.

 

Rommí

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta fumsýningu á Rommí um sinn. Meira þegar mál skýrast. 

Hugljúft, átakakanlegt og fyndið verk um þau Weller Martin og Fonsia Dorsey sem búa saman á elliheimili og stytta sér stundir með spilamennsku.  Miðasala á Tix.is.

Þau eiga það sameiginlegt að vera heldur óánægð með tilveruna – einmana, gömul og hálfbitur. Þau hafa þó bæði gaman af því að grípa í spil og skemmta sér hið besta við þá iðju … a.m.k. fyrst um sinn. Kemur ýmislegt upp úr kafinu er líður á spilamennskuna, bæði fljúga örvar Amors um loftið auk þess sem ýmislegt úr fortíðinni kemur upp á yfirborðið.