Funalind 3. júní 2014 – Kl. 19:30 Mættir eru: 18 fundarmenn.
1. Hörður Sigurðarson formaður setti fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara:
a) Kosinn er fundarstjóri fundarins: Bjarni Guðmarsson.
b) Kosinn er ritari fundarins: Örn Alexandersson.
3. Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp. Hörður Sigurðarson formaður les upp. Athugasemdir gerðar vegna umfjöllunar um stjörnuljósarkvöld og sögu leiklistar. Sjá „Skýrslu stjórnar 2013-2014“. Hörður mun lagfæra.
4. Skýrslur nefnda lesnar upp. Sjá skýrslu stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár. Arnfinnur Daníelsson gjaldkeri leggur fram reikninga. Reikningar eru samþykktir með fyrirvara um undirritun Huldar Óskarsdóttur.
6. Stjórnarkjör
a) Formaður kosinn Hörður Sigurðarson til tveggja ára. Dísa kosin til tveggja ára. Arnfinnur kosinn til tveggja ára.
b) Anna Margrét, Helga Björk og Anna Bryndís kosnar í varastjórn. Kosning hússtjórnar. Stjórn leggur til að stjórn verði falið að skipa hússtjórn. Samþykkt.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
a) Núverandi skoðunarmenn reikninga eru Huld Óskarsdóttir og Ragnhildur Þórhallsdóttir. Ragnhildur gefur ekki kost á sér. Tillaga stjórnar í stað Ragnhildar Brynja Helgadóttir. Samþykkt. Vilborg Valgarðsdóttir kjörin til vara.
8. Aðrar kosningar. Ekki eru aðrar kosningar.
9. Lagabreytingar. Tillaga stjórnar:
10. Ákvörðun félagsgjalda. Stjórn leggur til að þau verði óbreytt 2.500 kr. Samþykkt.
11. Önnur mál.
a) Ritari vil minna félagsmenn á að borga félagsgjöld. Fjöldi félagsmanna eru 73.
b) Umræða um unglingastarf og hverning þau skila sér í leikfélagið.
c) Formaður minnir á vinnudag í leikhúsinu kl. 10:00 7. Júní nk. Unnið verður í leikhúsinu
yfir daginn og grillað saman í lok dags. Þetta verður auglýst betur í fréttabréfinu.
d) Jónheiður þakkaði samstarfið en hún gengur nú úr varastjórn.
e) Rætt lauslega um næsta leikár. Trúðasýning og leikferð(workshop) út á land og að
endurtaka fyrirlestur um sögu leiklistar.
12. Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00
Örn Alexandersson ritaði.
7. grein
Starfsár / reikningsár
Starfs- og reikningsár félagsins er leikárið sem stendur frá 1. júlí til 30. júní. Breyta í:
7. grein
Starfsár / reikningsár
Starfs- og reikningsár félagsins er leikárið sem stendur frá 1. júní til 31. maí.
Samþykkt.