Aðalfundur leikfélags Kópavogs 8. júni 2021
Anna Margrét Pálsdóttir formaður setti fund kl. 19:35
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Fundarstjóri: Hörður Sigurðarson
Fundaritari: Ellen Dögg Sigurjónsdóttir
b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp.
Anna Margrét fór yfir skýrslu stjórnar. Sjá skýrslu stjórnar 2021. Samþykkt samhljóða.
Athugasemd frá Önnu Margréti: Mikil aðsókn hefur verið í að leigja húsnæðið og Hörður staðfesti það.
c) Skýrslur nefnda lesnar upp.
Sjá skýrslu stjórnar.
d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár frá gjaldkera.
Samþykkt með öllum atkvæðum.
e) Stjórnarkjör
Örn Alexandersson og Anna Margrét Pálsdóttir sitja áfram í eitt ár og og Þórdís Sigurgeirsdóttir er kosin til tveggja ára. Varastjórn í eitt ár: Sigurður Kr. Sigurðsson, Hjördís Berglind Zebitz og Ellen Dögg Sigurjónsdóttir – Samþykkt samhljóða.
f) Kosning hússtjórnar
Hörður Sigurðarsson, Sigurður Kr Sigurðsson og Arnfinnur Daníelsson. Samþykkt samhljóða
g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara
Brynja Helgadóttir og Sigrún Tryggvadóttir. Til vara Hörður Sigurðarsson – Samþykkt samhljóða.
h) Aðrar kosningar
Engar aðrar kosningar.
i) Lagabreytingar
Engar lagabreytingar
j) Ákvörðun félagsgjalda
Árgjald hækkar úr 3000 kr. til 5000 kr – Samþykkt samhljóða
k) Enginn önnur mál.
l) Afgreiðsla fundargerðar
Fundargerð samþykkt.
Anna Margrét Pálsdóttir sleit fundi kl. 20:18
Fundargerð ritaði Ellen Dögg Sigurjónsdóttir
Kópavogi 8.6.2021