Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er nú með námskeið í samstarfi við Leikfélag Kópavogs á haustönn 2019.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/
Leikhúsið Funalind 2, húsnæði LEIKFÉLAGS KÓPAVOGS Á MIÐVIKUDÖGUM / hefst 18. september
Kl. 16.00-17.00 4.-6. bekkur / almennt námskeið
Kl. 17.00-18.20 7.-10. bekkur / UNGLINGANÁMSKEIÐ.
Skráning í gangi á vef Leynileikhússins.
Almenn námskeið; Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi.
Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði. Lokasýningin er alfarið byggð á spuna og sköpunarkrafti nemenda sem kennari aðstoðar við að púsla saman í leikverk þar sem allir fá að njóta sín á sinn hátt.
Á önninni er unnið sérstaklega með hlutverkaleiki og samvinnuæfingar. Lögð er áhersla á að börnin fái tækifæri til að líkamgera ímyndunarafl sitt, læri hlustun, fái listræna og líkamlega útrás og þjálfist í aga til að samvinnan skili sér í skemmtilegum leikritum og allir fá tækifæri til að blómstra.
Unglinganámskeið; Framhalds- og unglinganámskeið eru 80 mínútur í senn, einu sinni í viku. Fyrstu 10 tímarnir eru kenndir í viðkomandi kennslurými (skólar og félagsmiðstöðvar), en 11. og 12.tími fara fram í leikhúsi þar sem önnin endar með frumsaminni leiksýningu.
Ungu leikararnir leggja línurnar varðandi lokasýninguna og hanna umgjörð hennar sjálf, hvað varðar leikmynd, búninga og leikhúsmálningu o.s.fr. Aðstandendur geta komið og séð leynileikarana leika leikþætti og horfa á búta af kvikmyndum sem nemendur hafa unnið og fléttaðir eru inn í leikverkin og blómstra á alvöru leiksviði í loka annarinnar.
Kennarar Leynileikhússinseru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í listum og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.
Námskeiðsgjald:
Almenn námskeið kr. 32.700.-.
Unglinganámskeið kr. 38.900.-
Allur kostnaður er innifalinn í verðinu.
Leynileikhúsið tekur á móti frístundakorti Reykjavíkurborgar og öðrum tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum hópi.
Endilega hafið samband við okkur í síma 864-9373 eða í gegnum netfangið info@leynileikhusid.isef þörf er á frekari upplýsingum eða hjálp við skráningu.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur og lifi leikgleðin; Leynileikhúsið og Leikfélag Kópavogs.