Unglingadeild leikfélagsins frumsýndi í gær leikritið Þrautirnar þrjár. Hópurinn samanstendur af þátttakendum á tveimur námskeiðum sem verið hafa í gangi síðan í byrjun september. Annarsvegar hjá yngri hóp sem er 11-12  ára og hinsvegar eldri hóp sem í eru 13 ára og eldri. Leiðbeinendur á námskeiðunum og leikstjórar Þrautanna þriggja eru þau Gríma Kristjánsdóttir og Guðmundur L. Þorvaldsson er verkið samið í hópvinnu undir stjórn þeirra.  Fullur salur áhorfenda fagnaði leikhópnum að lokinni sýningu.
Á myndinni má sjá leikhópinn og leikstjórana tvo.  Í hópinn vantar Elías Mána Assadi.