Leikfélag Kópavogs frumsýnir Herbergi 213 (eða Pétur mandólín) eftir Jökul Jakobsson laugardaginn 25. október. Rúm fimmtíu ár eru síðan verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1974. Verkið var töluvert sett upp áratuginn þar á eftir en hefur lítið verið sett upp síðan. Verkið er eitt af fyrstu verkum á íslensku leiksviði sem skrifað var fyrir konur.
Verkið fjallar um arkitektinn Albert sem kemur til að ganga frá heildarskipulagi í bæ úti á landi. Hann kemur á heimili Péturs,
látins skólafélaga síns. Konurnar á heimilinu taka vel á móti honum. Líf færist í húsið, en ekki er allt sem sýnist.

Persónur og leikendur:
Albert Gisli Björn Heimisson
Dóra – kona Péturs Anna Margrét Pálsdóttir
Frú Lovísa – mamma Péturs Ingveldur Lára Þórðardóttir
Lovísa – dóttir Péturs Birgitta Björk Bergsdóttir
Anna – systir Péturs Oddfreyja H Oddfreysdóttir
Stella – hjákona Péturs Guðný Hrönn Sigmundsdóttir

Leikstjóri: Sigrún Tryggvadóttir
Aðstoðarleikstjóri: Örn Alexandersson
Hljóð og mynd: Hörður Sigurðarson
Leikmynd: Þorleifur Eggertsson
Búningar og leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir
Ljósahönnun: Skúli Rúnar Hilmarsson
Leikskrá og veggspjald: Hjördís/Hörður/Örn
Sýningarstjórar og hvíslarar: Þórdís Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Helga Bára Bragadóttir
Sjoppa: Þórdís Sigurgeirsdóttir
Tæknistjórn: Hjördís Berglind Zebitz
Ýmis aðstoð: Aðalsteinn Jóhannsson, Melkorka Líf Jónsdóttir, Adam Thor Murtomaa

Um höfundinn
Jökull Jakobsson (1933 –1978) fæddist í Neskaupstað á Norðfirði. Jökull lauk námi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og lagði síðan um hríð stund á nám í leikhúsfræðum í Vínarborg. Hann hafði gefið út sína fyrstu skáldsögu, Tæmdan bikar, þegar hann var enn aðeins sautján ára gamall. Er hann sneri heim tók hann að fást við blaðamennsku og vann um tíma á dagblaðinu Tímanum en
síðan einkum á ýmsum tímaritum, svo sem Vikunni og Fálkanum. Með leikritinu Hart í bak (1962) varð hann á skammri stundu vinsælasti leikritahöfundur Íslands og markaði djúp spor í leiklistar-
sögu landsins.

Leikstjórinn
Sigrún Tryggvadóttir hefur starfað með Leikfélagi Kópavogs síðan 2006 en hafði áður starfað með leikfélaginu Leyndum draumum og var einn af stofnendum þess árið 1996. Sigrún hefur setið í stjórn LK og hefur áður leikstýrt leiksýningum og leikþáttum hjá félaginu og nú síðast Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði eftir Dario Fo.
Sigrún hefur einnig fengist við að skrifa stutta leikþætti og var meðal annarra meðhöfundur í uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarðar á verkinu „Ekkert að óttast“ sem valin var athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2016 af valnefnd Þjóðleikhússins. Sigrún hefur
sótt fjölda námskeiða í leiklist, s.s. í leikstjórn og leikritun.

Aðstoðarleikstjórinn
Örn Alexandersson hefur starfað með Leikfélagi Kópavogs frá 1988 og m.a. setið í stjórn félagsins. Hann hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna hjá Leikfélagi Kópavogs sem leikari, hannað leikmyndir, búninga, leikstýrt og skrifað nokkur leikrit bæði fyrir börn og fullorðna auk styttri leikþátta. Örn hefur sótt fjölda námskeiða í leiklist, s.s. í leikstjórn og leikritun.
Sigrún og Örn hafa unnið saman í fjölda sýninga hjá félaginu.

Tíminn eftir Omar Khayam
Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt
Hann flýgur kannski úr augsýn þinni í kvöld
Á hverjum degi gerðu upp þín gjöld
Við guð og menn og tak þinn staf og hatt
Slíttu hverja festi er fót þinn batt
Við fánýtt heimsins gæði, auð og völd
Ég vona að verði sett á söguspjöld
Með sjálfsvirðingu hafi ég alla kvatt
Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt
Hann flýgur kannski úr augsýn minni í kvöld

Sýningin er styrkt af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs