1. Hörður Sigurðarson formaður setti fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
Kosinn er fundarstjóri fundarins: Bjarni Guðmarsson.
Kosinn er ritari fundarins: Örn Alexandersson.
3. Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp.
Hörður Sigurðarson formaður les upp. Sjá „Skýrslu stjórnar 2015-2016″. Samþykkt.
4. Skýrslur nefnda lesnar upp.
Sjá skýrslu stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár.
Örn Alexandersson gjaldkeri leggur fram reikninga. Reikningar eru samþykktir. Lagt til að lagfæra „Rekstrargjöld/vörunotkun“ og kalla sýningarkostnaður og brjóta niður í uppfærsla 1, 2 o.s.frv. Færa þá „Verktakagreiðslur og Höfundarlaun“ undir hverja uppfærslu. Sölukostnaður verði breytt í „Auglýsingar“. Samþykkt.
6. Stjórnarkjör
Örn situr áfram í eitt ár sem gjaldkeri.
Anna Margrét kosin formaður til tveggja ára.
Arnfinnur Daníelsson kosin varaformaður til eins árs.
Þórdís Sigurgeirsdóttir meðstjórnandi til tveggja ára.
Ásgeir Kristinsson meðstjórnandi til tveggja ára.
Meðstjórnendur til eins árs:
Vilborg Valgarðsdóttir, Bjarni Guðmarsson og Guðný Sigmundsdóttir kosin í varastjórn. Samþykkt.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
Tillaga stjórnar Brynja Helgadóttir og Héðinn Sveinbjörnsson og til vara Sigrún Tryggvadóttir. Samþykkt.
8. Aðrar kosningar.
Ekki eru aðrar kosningar.
9. Lagabreytingar.
Engar
10. Ákvörðun félagsgjalda.
Stjórn leggur til að þau verði óbreytt 2.500 kr. Samþykkt.
11. Önnur mál.
Rætt lauslega um næsta leikár. Búið að kasta í leikritið „Snertu mig – ekki!” sem sett verður upp í haust og Barnasýning leitin að sumrinu. Búið að æfa nokkra leikþætti. Uppfæra vef leikfélagins á afmælisári og sögu leikfélagsins. Hugmynd að hafa vefstjóra fyrir vefinn. Hugmynd að inn á vefnum væri gagnabanki um sýningar félagsins. Vera með hausthreingerningar og stjórn ákveður dagsetningu. Fyrrverandi formanni þökkuð frábær og óeigingjarn starf á liðnum árum.
12. Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30
Örn Alexandersson ritaði.