Fundarstjóri Hörður Sigurðsson, fundarritari Sunneva Lind Ólafsdóttir.
Skýrsla stjórnar lesin
Engar athugasemdir við skýrslu stjórnar að sinni.
Ársreikningur skoðaður
Engar athugasemdir við ársreikning.
Stjórnarkjör
Anna Margrét kjörin sem formaður til tveggja ára. Guðný varaformaður á eitt ár eftir en hefur ákveðið að draga sig í hlé. Arnfinnur býður sig fram til að ljúka hennar varaformannstímabili, kjörinn með öllum greiddum atkvæðum. Meðstjórnandi til 2 ára er kjörinn Örn Alexandersson. Þórdís og Valdimar eiga ár eftir í stjórn.
Stjórn leggur til að í varastjórn verði kjörin Vilborg Valgarðsdóttir, Halldóra Harðardóttir og Sunneva Lind Ólafsdóttir. Engin önnur framboð svo þessi varastjórn er réttkjörin.
Kosning hússtjórnar
Hörður, Finni og Örn eru í hússtjórn eins og er, tillaga um að sú stjórn haldi áfram, samþykkt.
Aðalendurskoðendur
Stjórn leggur til Brynju Helgadóttur, Sigrúnu Tryggvadóttur og Hrefnu Friðriksdóttur til vara. Samþykkt.
Ákvörðun félagsgjalda
Stjórn leggur til að félagsgjöld verði hækkuð í 3.000 kr. á ári, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Örn sagði ögn af hugmyndum um haustverkefni. Meðal annars rætt um að setja upp farsa, nýliðanámskeið og unglinganámskeið.
Hörður spurður um hugmyndir sínar varðandi farsa, hann nefndi tvær hugmyndir en ekkert hefur verið ákveðið.
Fundi slitið.