Gísli formaður leggur til að Örn verði fundarstjóri og Héðinn verði fundarritari. Samþykkt með lófaklappi.

Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu
Gísli formaður gerði grein fyrir starfsárinu sem nú er liðið – sjá skýrslu stjórnar
Umræða um skýrslu stjórnar
Fyrirspurn um leiksýninguna Bingó og ferð hennar til Riga

Stjórnarkjör
Ágústa í uppstillingarnefnd fjallaði um stjórnina og hverjir myndu halda áfram. Gísli formaður væri búinn að sitja í 2 ár og því ætti að kjósa um formann. Hörður á eitt ár eftir sem varaformaður, Héðinn situr áfram – á eitt ár eftir. Kjörtímabili Arnars og Arnar er lokið og vill Örn gjarnan sitja í varastjórn. Arnar býður sig til stjórnar og Sigrún Tryggvadóttir einnig.

Formannskjör
Hörður Sigurðarson gefur kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti Herði og telst Hörður því sjálfkjörinn. Hörður er kosinn til tveggja ára

Varaformannskjör
Gísli Björn Heimisson gefur kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti Gísla og telst hann því sjálfkjörinn. Gísli er kosinn til eins árs

Stjórnarkjör
Sigrún og Arnar gefa kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti þeim og teljast þau því sjálfkjörin. Sigrún og Arnar eru kosin til tveggja ára

Varastjórn
Til varastjórnar buðu sig Ögmundur Jóhannesson, Bjarni Guðmarsson, Gríma Kristjánsdóttir, Örn Alexandersson og Sveinn Ásbjörnsson. Enginn gaf kost á sér á móti þeim og teljast þau því sjálfkjörin.

Aðrar kosningar
Engar

Lagabreytingar
Engar lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalda
Stjórn leggur til að árgjald haldist óbreytt 1.500,-. Samþykkt.
Ágústa vill að stjórn rukki félagsgjöld með harðri hendi og er það fært hér með til bókar

Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár

Örn gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins – sjá reikninga félagsins
Umræður um reikn. félagsins:
Hörður Skúli spyr um aðrar tekjur félagsins. Örn gerði grein fyrir því.
Hörður Skúli spyr einnig um laun leikstjóra. Örn og Gísli gerðu grein fyrir því.
Fyrirspurn um hvort nafn sé komið á hið nýja hús. Nei, ekki formlega.
Umræður um hvenær skuldir eru til langtíma og til skamms tíma. Gísli fékk ráðleggingar hjá fyrrv. endurskoðanda sem tjáði honum að þar sem við erum frjálst félag og ekki skattskyld þá skiptir ekki öllu máli hvað við gerum. Stjórn þarf að taka ákvörðun um þetta því þetta er bókhaldsleg aðgerð.
Reikningar félagsins voru lagðir fyrir fundinn til samþykktar með fyrirvara um orðalagsbreytingar á reikningsliðum og fyrirvara um að félagslegir endurskoðendur samþykki reikningana. Samþykkt.

Kosning tveggja endurskoðenda
Tillaga uppstillingarnefndar er:
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Huld Óskarsdóttir
Samþykkt samhljóða

Önnur mál:
Gísli þakkar þeim sem hafa verið með honum í stjórn og félögum í LK fyrir gott samstarf.

Hörður þakkar fyrir það traust sem honum er sýnt og þakkar Gísla fyrir hans störf í þeim ólgu sjó sem félagið hefur verið. Mikið hefur gerst í formannstíð Gísla. Hörður býður nýja stjórnarmenn velkomna í stjórn. Komandi tíð er honum hugleikin og hann sér fyrir sér að það þurfi hússtjórn því huga þurfi að mörgum veigamikil atriðum. Peningar, leiksýningar, fjáröflun og fleira þurfi að sinna og því mikilvægt að allir leggi hönd á plóg.

Gísli nefnir að 11. grein í lögum félagsins sé talað um hússtjórn og nú þurfi að breyta lögum félagsins vegna breyttra aðstæðna. Margt hefur breyst síðan félagið hafði aðsetur í Félagsheimili Kópavogs.

Hörður Skúli kemur með fyrirspurn um hverjir eigi að geta leigt húsnæði LK. Örn svarar því til að félagasamtök, kórar, eldir borgarar, Lindasókn og fleiri hafi óskað eftir aðstöðu í hinu nýja húsi. Málið hefur verið rætt mikið í stjórn og leiðir verða fundnar til að leiga á húsinu skarist ekki við starfsemi félagsins.

Sigrún Tryggvad. vill gjarnan að á aðalfundi LK sé starfsemi BÍL kynnt og fundarstjóri brást vel við og bað Hörð, sem er stjórnarmaður í BÍL, að segja frá aðalfundi BÍL og Hörður gerði það frá sæti sínu. Tillaga til stjórnar að hugað verði að lagabreytingum á komandi starfsári og þá mætti t.d. setja þetta inn sem fastan lið á aðalfundi LK.

Gísli sýnir fundarmönnum tesett og platta sem félagið fékk að gjöf í Kóreu.

Ágústa spyr um hvort félagið fái einhvern pening vegna sölu á sögu BÍL og af hverjum hún eigi þá að kaupa þessa bók. Hörður nefndi að LK geti orðið söluaðili því söluaðilar fái ákveðna prósentu af sölunni. Örn leggur til að félagið selji þessa bók því margir vilji styrkja félagið á einn eða annan hátt…

Fréttir af ritun sögu LK. Bjarni Guðmarsson söguritari er að mestu tilbúinn með söguna. Stjórn ákveður framhaldið með útgáfu.

Arnar spyr um nafnið á húsinu og hvort húsið eigi að heita eitthvað. Umræður hafa verið í stjórn um nafn á húsið og hefur það að uppástungu Sigrúnar Tryggvadóttur gengið undir nafninu “Leikhúsið”. Sigrún Tryggvadóttir lagði nafnið formlega fram til samþykktar aðalfundar.

Tillagan lögð fyrir fundinn og hún samþykkt samhljóða

Hörður ræðir framkvæmdir við húsið. Fastir vinnudagar hafa verið þriðjudagar og laugardagar. Mikilvægt væri að halda reglulega vinnudaga í Leikhúsinu í allt sumar. Góður fréttaflutningur á vefnum er lykilatriði til að félagsmenn geti fylgst með framkvæmdum. Félagsmenn geta komið og hjálpað til á þessum dögum. Hellingsvinna er að baki en mikið er eftir.

Örn nefnir að hægt sé að selja auglýsingar utan á húsið.

Hörður Skúli spyr um styrk vegna BÍL skólans

Örn þakkar fyrir þau ár sem hann hefur setið í stjórn, öll 16. Hann skilur við stjórn sáttur. Hörður bað viðstadda um að klappa fyrir Erni og hans störfum. Hér skal bókað að þetta er ótrúleg seta hjá einum manni í stjórn félagsins

Fundargerð lesin upp og lögð fyrir fundinn – með fyrirvara um breytingar á orðalagi og fleira. Fundargerð samþykkt og fundi slitið kl. 21:31