Author: lensherra

Lokasýning á Óþarfa offarsa

Nú er aðeins eftir ein sýning af Óþarfa offarsa sem leikfélagið hefur sýnt að undanförnu. Óþarfa offarsi hefur fengið frábærar viðtökur hjá áhorfendum en nú eru síðustu forvöð hjá þeim sem eiga eftir að koma. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Sjá nánar um sýninguna...

Read More

Leikdagskrá í maí

Leikfélagið stefnir að því að setja upp leikdagskrá seinnihluta maímánaðar. Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt er hér með boðaðir á fund í Leikhúsinu mánudaginn 20. apríl kl. 18.30.

Read More

Ubbi kóngur hjá LH

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Ubba kóng síðastliðinn laugardag. Félagsmenn LK fá 50% afslátt á sýningar. Næsta sýning er á morgun, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20. Miðapantanir eru í síma 565-5900 og á midasala@gaflaraleikhusid.is. Vinsamlega takið fram að þið séuð frá Leikfélagi Kópavogs þegar pantað er. Nánar um sýninguna...

Read More

Ubbi kóngur hjá LH

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Ubba kóng síðastliðinn laugardag. Félagsmenn LK fá 50% afslátt á sýningar. Næsta sýning er á morgun, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20. Miðapantanir eru í síma 565-5900 og á midasala@gaflaraleikhusid.is. Vinsamlega takið fram að þið séuð frá Leikfélagi Kópavogs þegar pantað er. Nánar um sýninguna...

Read More

Síðasti séns á Offarsann

Þrjár aukasýningar verða á Óþarfa offarsa eftir Paul Slade Smith 17. 19. og 23. apríl. Óþarfa offarsi hefur fengið frábærar viðtökur úti í heimi og af viðtökum hingað til að dæma fer hann ekki síður vel í íslenska áhorfendur. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Lesa nánar: Síðast séns á...

Read More