Leikhúsið er í útláni þessa dagana. Sauðkindin sem er leikfélag Menntaskólans í Kópavogi frumsýnir í kvöld fulllorðinsútgáfu af hinu margfræga leikriti Torbjörns Egner, Dýrunum í Hálsaskógi. Einsog segir í kynningu er í ppsetningu Sauðkindarinnar á Dýrunum í Hálsaskógi “… hulunni svipt af þessu sígilda norska barnaleikriti og leiðir í ljós spillt samfélag þar sem fámenn valdaklíka svífst einskis til að fullnægja dýrslegum hvötum og drepa hvers kyns andóf í dróma. Einelti og ofsóknir eru klædd kufli trúar, vonar og kærleika sem blekkir sálirnar stórar og smáar enda ekki allt sem sýnist í Hálsaskógi þar sem dýrin eru menn.”
Leikstjóri sýningarinnar er Símon Örn Birgisson og frumsýning er í kvöld föstudag 4. mars kl. 20.00.