Fresta þurfti nýliðanámskeiði sem fyrirhugað var í byrjun september en nú eru komnar nýjar dagsetningar og námskeiðið mun hefjast mán. 30. sept. Leiklistarnámskeiðið er ætlað nýliðum og fólki með minni leikreynslu og aldurstakmark er 21 árs. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.
Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og eru tímar sem hér segir:
Mán. 30. sept. 18.00 – 21.00
Fim. 3. okt. 18.00 – 21.00
Lau. 5 okt. 10.00 – 13.00
Mán. 7. okt. 18.00 – 21.00
Fim. 10. okt. 18.00 – 21.00
Lau. 12 okt. 10.00 – 13.00
Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Félagsmenn í LK fá 50% afslátt á námskeiðinu. Hægt er að skrá sig í félagið hér en félagsgjaldið er 6.000 kr. .
Umsókn á námskeiðið er gild þegar námskeiðsgjald hefur verið greitt. Ef ekki næst lágmarksfjöldi á námskeiðið, fellur það það niður og umsækjendur fá endurgreitt.
Skráðu þig á námskeiðið hér: