Leikfélag Kópavogs frumsýnir Herbergi 213 (eða Pétur mandólín) eftir Jökul Jakobsson laugardaginn 25. október. Rúm fimmtíu ár eru síðan verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1974. Verkið var töluvert sett upp áratuginn þar á eftir en hefur lítið verið sett upp síðan. Verkið er eitt af fyrstu verkum á íslensku leiksviði sem skrifað var fyrir konur.
Verkið fjallar um arkitektinn Albert sem kemur til að ganga frá heildarskipulagi í bæ úti á landi. Hann kemur á heimili Péturs,
látins skólafélaga síns. Konurnar á heimilinu taka vel á móti honum. Líf færist í húsið, en ekki er allt sem sýnist.
Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Tryggvadóttir. Nánari upplýsingar um leiksýninga er að finna hér.


