Author: lensherra

Starfsemi vetrarins kynnt

Kynningarfundur verður á vetrarstarfi Leikfélags Kópavogs í Leikhúsinu að Funalind 2, sunnudaginn 3. sept. kl 18.00. Fjölbreytt og skemmtileg starfsemi er framundan, leiksýningar, námskeið og ýmislegt fleira. Félagsmenn sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Hin reglubundnu leiklistarnámskeið félagsins fyrir börn og unglinga hefjast 12. september næstkomandi og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri. Námskeiðin fara fram í leikhúsinu sem er staðsett í Funalind 2. Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit. Leiðbeinendur eru eins og á síðasta ári, þau Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir. Guðmundur er m.a. menntaður frá New...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Hin reglubundnu leiklistarnámskeið félagsins fyrir börn og unglinga hefjast 12. september næstkomandi og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri. Námskeiðin fara fram í leikhúsinu sem er staðsett í Funalind 2. Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit. Leiðbeinendur eru eins og á síðasta ári, þau Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir. Guðmundur er m.a. menntaður frá New...

Read More

Snertu mig ekki … eða hvað?

Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! var frumsýnt september í fyrra hjá Leikfélagi Kópavogs og vegna fjölda áskorana var ákveðið að gera framhald af verkinu og verður það nú sýnt undir nafninu Snertu mig – ekki! – Snertu mig. Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum, vandamál miðaldra karlmanns. Snertu mig – ekki! – Snertu mig er eftir Örn Alexandersson en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað saman með Leikfélagi Kópavogs. Sigrún hefur áður verið aðstoðarleikstjóri Arnar en nú snúa það...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Í byrjun október hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.
 Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. 
Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Námskeiðið hefst mánudaginn 2. október og eru námskeiðstímar sem hér segir:...

Read More