Flokkur: Frumsýning

Ferðin til Limbó

Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekkasta verkið í laginu Sé tunglið allt út tómum osti. Miðasala er á Tix.is. Leikarar og aðstandendur sýningar eru: Maggi mús: Gisli Björn Heimisson Malla mús:...

Read More

Snertu mig ekki … eða hvað?

Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! var frumsýnt september í fyrra hjá Leikfélagi Kópavogs og vegna fjölda áskorana var ákveðið að gera framhald af verkinu og verður það nú sýnt undir nafninu Snertu mig – ekki! – Snertu mig. Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum, vandamál miðaldra karlmanns. Snertu mig – ekki! – Snertu mig er eftir Örn Alexandersson en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað saman með Leikfélagi Kópavogs. Sigrún hefur áður verið aðstoðarleikstjóri Arnar en nú snúa það...

Read More

Frumsýning á Snertu mig – ekki!

Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! verður frumsýnt föstudaginn 16. september hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum, vandamál miðaldra karlmanns. Snertu mig – ekki! er eftir Örn Alexandersson, en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað með Leikfélagi Kópavogs en félagið á 60 ára afmæli á þessu nýhafna leikári. Verkið tekur um klukkustund í flutningi og taka þrír leikarar þátt í sýningunni, þau Anna Margrét Pálsdóttir, Arnfinnur Daníelsson og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir. Lýsing er í höndum Skúla Rúnars...

Read More

Frumsýning á Skugga-Sveini

Leikfélag Kópavogs frumsýnir 19. október þann sígildasta af öllum sígildum, sjálfan Skugga-Svein Matthíasar Jochumssonar. Verkið er sýnt í glænýrri leikgerð, sem löguð er að kröfum tímans. Skugga-Sveinn er jafnframt vígslusýning Leikhússins sem nýs leikhús félagsins í Funalind 2 í Kópavogi. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en uppfærslur hennar á undanförnum árum hafa þótt með því ferskasta í íslensku leikhúsi, sýningar á borð við Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Stórfengleg, Grimms og margar fleiri. Næstu sýningar verða sem hér segir: Fim. 23. okt. kl. 20.00 Þri. 28. okt. kl. 20.00 Þri. 4. nóv. kl. 20.00 Fös.. 7. nóv. kl. 20.00 Miðaverð er 1.500 kr. Verð fyrir hópa, námsmenn, aldraða og öryrkja er 1.000 kr. Miðapantanir má senda í tölvupósti á midasala@kopleik.is...

Read More

Skugga-Sveinn opnunarsýning í nýju leikhúsi

Nú standa yfir æfingar á Skugga-Sveini í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Áætluð frumsýning er 19. október. Samhliða æfingum er verið að leggja lokahönd á framkvæmdir við Leikhúsið við Funalind. Öll aðstoð við vinnuna er vel þegin. Æfinga- og vinnuplan má sjá hér og og má fólk mæta á þeim vinnutímum sem þar eru gefnir upp. Lesa nánar: Skugga-Sveinn opnunarsýning í nýju...

Read More

Bingó frumsýnt 14. apríl

Leikfélag Kópavogs og Leikfélagið Hugleikur sýna leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur Lesa nánar: Bingó frumsýnt 14. apríl Leikfélag Kópavogs og Leikfélagið Hugleikur sýna leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Í leikritinu hittast fimm manneskjur reglulega og spila hinn stórskemmtilega leik – Bingó – sem allir þekkja og svo ótalmargir hafa spilað. Þessar fimm manneskjur bregðast við þeim tölum sem bingóstjórinn kallar upp og dreymir um að vinna stóra vinninginn. Skiptir það ekki mestu máli? Hver og einn verður að spila úr því sem honum er rétt – tölurnar vekja ýmsar minningar og við kynnumst persónunum og örlögum þeirra. Komdu og við leikum Bingó fyrir þig! Sýningar eru í Hjáleigunni, Félagsheimili Kópavogs, í Fannborg – hefjast kl. 20:30, nema annað sé tekið fram: Laugard. 14. apríl Frumsýning – uppselt Sunnud. 15. apríl 2. sýning Fimmtud. 19. apríl 3. sýning Laugard. 21. apríl 4. sýning, kl. 23:00 Sunnud. 22. apríl 5. sýning Miðvikud. 25. apríl 6. sýning Mánud. 30. apríl 7. sýning Þriðjud. 1. maí 8. sýning Miðvikud. 2. maí Lokasýning Fimmtud. 3. maí 10. sýning – Aflýst Föstud. 4. maí 11. sýning – Aflýst Laugard. 5. maí 12. sýning – Aflýst Föstud. 11. maí 13. sýning – Aflýst Sunnud. 13. maí 14. sýning – Aflýst Föstud. 18. maí 15. sýning – Aflýst Miðapantanir á hugleikur.is eða í síma 823-9700. Umfjöllun um...

Read More

Frumsýning á Martröð

Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir leikverkið Martröð fimmtudaginn 22. mars kl. 20. Hægt er að panta miða hér eða í síma 823 9700. Einnig er hægt að senda pöntun beint á midasala@kopleik.is þar sem fram kemur nafn, sími, dagsetning sýningar og fjöldi miða. Verkið er byggt á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Martröð er að miklu leyti unnin og sýnd í spuna. Leikstjórn er í höndum Sigurþórs Alberts...

Read More

Frumsýning á Allt & Ekkert

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á ÖLLU & ENGU hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið hafði í upphafi vinnuheitið EKKERT og eins og það gefur til kynna byrjaði hópurinn með EKKERT í höndunum. EKKERT handrit. EKKERT haldreipi. Það var upphafið að ÖLLU & ENGU. Hópurinn, sem er samansettur af jafnt gömlum sem nýjum meðlimum LK, hefur komið víða við þessar vikur, en er núna kominn á áfangastað. ALLT & EKKERT hópurinn hefur grafið upp safn af sögum og mun í byrjun mars bjóða uppá líflegar frásagnir, kaffi og með því í hlýlegu og þægilegu umhverfi. Allt og ekkert sem þið hafið séð fram að þessu getur búið ykkur undir ALLT & EKKERT. Frumsýning á ALLT & EKKERT er föstudaginn 2. mars og byrjar sýningin klukkan 20. Hægt er að panta miða hér á vefnum og í síma...

Read More
Loading