Author: lensherra

Síðasti séns á Offarsann

Þrjár aukasýningar verða á Óþarfa offarsa eftir Paul Slade Smith 17. 19. og 23. apríl. Óþarfa offarsi hefur fengið frábærar viðtökur úti í heimi og af viðtökum hingað til að dæma fer hann ekki síður vel í íslenska áhorfendur. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Lesa nánar: Síðast séns á...

Read More

Aukasýningar á Óþarfa offarsa í apríl

Sýningum á Óþarfa offarsa er lokið en bara í bili. Því miður þurfti að hætta sýningum fyrir fullu húsi, þá hæst þær stóðu í mars, en nú hefur verið ákveðið að bjóða aukasýningar í apríl. Sýningar verða fös. 17., sun. 19. og fim. 23. apríl. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Miðaverð er 2.600 kr. en eldri borgarar fá miðann á 1.300 kr. Miðasala: midasala@kopleik.is / 554 1985 /...

Read More

Leiklistarnámskeið í apríl

Leikfélag Kópavogs stendur fyrir leiklistarnámskeiði í apríl. Námskeiðið er aðallega ætlað félögum með minni reynslu sem hafa áður sótt námskeið hjá félaginu og/eða tekið þátt í styttri uppsetningum. Ekki er þó loku skotið fyrir að aðrir komist að en núverandi félagar ganga þó fyrir. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem haldið hefur nokkur byrjendanámskeið hjá félaginu á undanförnum árum og er þetta námskeið öðrum þræði hugsað sem framhald á þeim. Námskeiðið verður í 6 skipti og tekur hver tími um 3 klst. Nánari tímasetningar auglýstar síðar. Aðgangur er ókeypis fyrir núverandi félaga en námskeiðsgjald er annars 7.500 kr. Áhugasamir sendi póst á...

Read More

Síðustu sýningar á Óþarfa offarsa

ATHUGIÐ! UPPSELT ER Á SÍÐUSTU SÝNINGU! Af óviðráðanlegum orsökum lítur nú út fyrir að hætta verði sýningum á Óþarfa offarsa nokkru fyrr en áætlað var. Síðustu sýningar verða þá mið. 11. mars og sun. 15. mars. Miðapantanir á midasala@kopleik.is / s. 554-1985...

Read More

Stikla úr Óþarfa offarsa

Út er komin stikla úr hinni sprenghlægilegu sýningu Óþarfa offarsa. Stikluna má sjá á Facebook-síðu félagsins eða á Youtube. Miðapantanir á midasala@kopleik.is en einnig er hægt að kaupa miða beint á...

Read More