Leikfélag Kópavogs stendur fyrir leiklistarnámskeiði í apríl. Námskeiðið er aðallega ætlað félögum með minni reynslu sem hafa áður sótt námskeið hjá félaginu og/eða tekið þátt í styttri uppsetningum. Ekki er þó loku skotið fyrir að aðrir komist að en núverandi félagar ganga þó fyrir. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem haldið hefur nokkur byrjendanámskeið hjá félaginu á undanförnum árum og er þetta námskeið öðrum þræði hugsað sem framhald á þeim. Námskeiðið verður í 6 skipti og tekur hver tími um 3 klst. Nánari tímasetningar auglýstar síðar. Aðgangur er ókeypis fyrir núverandi félaga en námskeiðsgjald er annars 7.500 kr. Áhugasamir sendi póst á lk@kopleik.is.