Author: lensherra

Að gera eða gera ekki

Leikfélag Kópavogs frumsýnir stórvirkið Þrjár systur Liðsmenn Leikfélags Kópavogs hafa keppst við undanfarnar vikur og nú hillir undir að árangur erfiðisins líti dagsins ljós því næstkomandi föstudag, 31. janúar, frumsýnir félagið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Leikhúsinu við Funalind. Er þetta viðamesta sýning félagsins í húsinu. Þrjár systur telst löngu orðið klassískt verk, það er skrifað snemma á síðustu öld en efni þess á þó erindi á öllum tímum — brugðið er upp mynd af fólki sem elur með sér drauma um betra líf en hefur ekki döngun í sér til að láta þá rætast. Lesa nánar: Að gera eða gera...

Read More

Styttist í frumsýningu

Nú líður að frumsýningu á aðalviðfangsefni félagsins á leikárinu, hinu rómaða og sígilda leikverki Antons Tsjekhovs, Þremur systrum. Leikstjóri er – eins og fram hefur komið – Rúnar Guðbrandsson. Æfingar hófust fyrr í vetur en lágu síðan niðri á meðan fólk fagnaði jólum og nýari. Síðan hefur verið tekið til óspilltra málanna og allt er á fullu svíngi þessa dagana og verður frumsýnt 31. janúar. Lesa nánar: Styttist í...

Read More

Námskeið fyrir nýliða

Mánudaginn 10. febrúar hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Námskeiðið stendur í tvær vikur, hist verður sex sinnum, á mán., fim. og lau. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 7.500 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Lesa nánar: Námskeið fyrir...

Read More

Stuð á Stjörnuljósakvöldi

Tveir heldri, Helgi Róbert og Finni. Hinn 5. janúar s.l. varð Leikfélag Kópavogs 57 ára, félagið var sem sé stofnað þann dag árið 1957. Eins og undanfarin ár minntust félagsmenn afmælisins á stjörnuljósakvöldi sem fram fór 4. janúar. Skemmtanir þessar hafa fyrir löngu stimplað sig inn sem hin besta dægradvöl, þar hafa litið ljós margvísleg leik- og músíknúmer, fjölmargir hafa stigið á stokk og sýnt á sér glænýjar hliðar – aðrir bara tjaldað því sama gamla. Stjörnuljóskvöldið í ár var enginn eftirbátur hinna fyrri. Var aðsóknin afar góð, stappfullt hús og mikil stemning. Lesa nánar: Stuð á...

Read More

Stjörnuljósakvöld 2014

Samkvæmt venju heldur Leikfélagið upp á afmæli sitt sem er 5. janúar, með Stjörnuljósakvöldi fyrstu helgi á nýju ári. Að þessi sinni fagna félagsmenn saman laugardaginn 4. janúar. Meðal þess sem boðið verður upp á er leikþáttur sem nokkur leynd hvílir yfir og einnig mun Leikhúsbandið stíga á svið og fremja tónlist svo eitthvað sé talið. Að lokinni formlegri dagskrá blanda félagsmenn geði og stilla saman strengi fyrir komandi ár. Húsið opnar kl. 19.31 og formleg dagskrá hefst kl. 20.29. Leikfélag Kópavogs þakkar fyrir árið sem er að líða og og óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum velfarnaðar á nýju ári og þakkar fyrir gamalt og...

Read More