Stuð á Stjörnuljósakvöldi

Tveir heldri, Helgi Róbert og Finni.

Hinn 5. janúar s.l. varð Leikfélag Kópavogs 57 ára, félagið var sem sé stofnað þann dag árið 1957. Eins og undanfarin ár minntust félagsmenn afmælisins á stjörnuljósakvöldi sem fram fór 4. janúar. Skemmtanir þessar hafa fyrir löngu stimplað sig inn sem hin besta dægradvöl, þar hafa litið ljós margvísleg leik- og músíknúmer, fjölmargir hafa stigið á stokk og sýnt á sér glænýjar hliðar – aðrir bara tjaldað því sama gamla. Stjörnuljóskvöldið í ár var enginn eftirbátur hinna fyrri. Var aðsóknin afar góð, stappfullt hús og mikil stemning.

Lesa nánar: Stuð á stjörnuljósakvöld

0 Slökkt á athugasemdum við Stuð á Stjörnuljósakvöldi 553 13 janúar, 2014 Fréttir janúar 13, 2014

Stiklur úr sýningum