Höfundur: lensherra

Námskeið í leikritun

Leikfélag Kópavogs verður með námskeið í leikritun bráðlega og stjórn þess verður í styrkum höndum Hrefnu Friðriksdóttur. Á námskeiðinu verður farið í leikritun og verður sjónum einkum beint að skrifum á styttri verkum/einþáttungum. Námskeiðið verður 30 klst. og verður á eftirfarandi tímum: Laugardaginn 23. september kl. 10-16 Sunnudaginn 24. september kl. 10-16 Þriðjudaginn 3. október kl. 20-23 (getur breyst) Laugardaginn 7. október kl. 10-16 Sunnudaginn 8. október kl. 10-16 Fimmtudagurinn 12. október kl. 20-23 Þetta verða semsagt tvær helgar og tveir dagar. Námskeiðið kostar ekkert fyrir félagsmenn en 3000 kr. fyrir aðra, og félagsmenn hafa forgang við innritun á námskeiðið. Þeir sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin ættu því að gera það hið...

Read More

Memento mori til Færeyja

Sýningin Memento mori sem frumsýnd var fyrir tveimur árum er enn við góða heilsu. Á morgun, miðvikudaginn 2. ágúst heldur fríður hópur leikara og aðstandenda til Færeyja á NEATA leiklistarhátíðina þar sem sýnt verður á laugardag. Ætlunin er að birta dagbók hér á vefnum ef Guð og netsamband í Færeyjum...

Read More