Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957 þegar 46 áhugamenn komu saman í barnaskólanum, Kópavogsskóla, gagngert til þess að stofna leikfélag. Í dag 5. janúar 2012 fögnum við því 55 ára afmæli félagsins. Haldið verður upp á afmælið á árlegu Stjörnuljósakvöldi í Leikhúsinu laugardaginn 7. janúar kl. 20.00. Meðlimir, vinir og vandamenn eru hvattir til að mæta og eiga saman huggulega kvöldstund. Eitthvað verður til skemmtunar á staðnum og að sjálfsögðu verður afmæliskaka í boði.
Þeir sem vilja kynna sér sögu Leikfélagsins geta smellt á tengilinn Saga LK hér til vinstri.