Leiklistarnámskeið fyrir unglinga er hafið hjá Leikfélagi Kópavogs.

Námskeiðið er ætlað ungu fólki í Kópavogi í 8. til 10. bekk grunnskóla.

Æfingar er tvisvar í viku þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 16:30 til 18:30. Námskeiðið er fram yfir áramót og endar svo með uppfærslu á afrakstrinum.

Leiðbeinandi er Sigurþór Albert Heimisson.

Þátttökugjald er 5000 krónur, en afsláttur er veittur fyrir börn félagsmanna.
Námskeiðið er haldið í Hjáleigu Félagsheimilis Kópavogs, Fannborg 2.

Ef óskað er nánari upplýsingar er hægt að senda póst á lk@kopleik.is