Óþarfa offarsi hlýtur frábærar viðtökur

Óþarfa offarsi eftir Paul Slade Smith var frumsýndur á laugardaginn var og önnur sýning var daginn eftir. Óhætt er að segja að sýningin hafi fallið vel í kramið hjá leikhúsgestum sem hafa t.d. tjáð eftirfarandi á vefmiðlum eins og t.d. þessi:

„Fór á frábæra leiksýningu í gær sem ég leyfi mér heilshugar að mæla með. Hvílíkt sem það léttir lundina að fara í hressandi leikhús og sjá fyndinn farsa sem bæði er vel leikinn og skemmtilega upp settur. Drífið ykkur í Leikfélag Kópavogs og sjáið þessa snilld.” HRH

Næstu sýningar eru fim. 26. og fös. 27. feb. Við minnum félagsmenn á að þeir eiga frímiða á sýninguna. Miðapantanir á midasala@kopleik.is en einnig er hægt að ganga frá kaupum á TIX.is.

0 Slökkt á athugasemdum við Óþarfa offarsi hlýtur frábærar viðtökur 548 23 febrúar, 2015 Fréttir febrúar 23, 2015

Sýningar framundan

  1. Tom, Dick & Harry

    18. janúar kl. 20:00 - 22:15
  2. Tom, Dick & Harry

    20. janúar kl. 20:00 - 22:15

Stiklur úr sýningum