Í næstu viku hefst leiklistarnámskeið á vegum félagsins undir stjórn Grímu Kristjánsdóttur. Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á persónusköpun og undirbúning leikara fyrir hlutverk í hverskonar leikverkefnum.

Fyrri vikuna verður farið í æfingar sem kallast object exercise sem eru æfingar í persónusköpun og seinni vikuna verður farið í senu vinnu með persónunum sem búið er að vinna með fyrri vikuna. Gríma Kristjánsdóttir er kennari námskeiðsins, en hún lærði leiklist í CISPA í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2016. Hún hefur leikið víða, bæði í leikhúsi og kvikmyndum og kennt námskeið í leiklist í nokkur ár.

Námskeiðið verður í 6 skipti á tveggja vikna tímabili, þar sem unnið verður hratt og mikið á stuttum tíma í náinni vinnu með meðleikurum. 

Athugið breyttar tímasetningar:
Mið. 9. okt. kl. 19-22 
Fim. 10. okt. kl. 18-22
Lau. 12. okt. kl. 10-15
Mið. 16. okt. kl. 19-22 (gæti ílengst)
Fim. 17. okt. kl. 18-22
Lau. 19. okt. kl. 10-15 (eða eins lengi og tekur að klára!)

Skráning er hér á vefnum. Námskeiðsgjald er 35.000 kr. en afsláttarverð til félagsmanna er 25.000 kr.