Leikfélag Kópavogs heldur leiklistarnámskeið fyrir unglinga með yfirskriftinni “Að segja sögu á sviði”. Kennari er Anna Brynja Baldursdóttir sem hefur numið leiklist í Rose Bruford College á Englandi og hefur einnig lokið námi í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. október. Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudgum og fimmtudögum kl. 16.30-18.30 að jafnaði, með nokkrum undantekningum. Námskeiðið fer fram í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi.
Námskeiðið er öllum opið sem uppfylla aldursskilyrði en núverandi meðlimir unglingadeildar LK ganga fyrir með pláss og Kópavogsbúar hafa forgang fram yfir aðra. Námskeiðið er ætlað ungu fólki með áhuga á leiklist og er gerð krafa um góða mætingu og aga hjá þátttakendum.
Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir unglinga fædda 1991-1994