Verðlaun í stuttverkasamkeppni Bandalags Íslenskra leikfélaga var tilkynnt við hátíðlega athöfn á föstudaginn síðastliðinn.
Fyrstu verðlaun hlaut Helga Hreinsdóttir fyrir Undinn upp á þráð-bráð.
í öðru til þriðja sæti með jafnan atkvæðafjölda lentu Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson með Kaffi og með því og Hrefna Friðriksdóttir með Einu sinni sem oftar.
Til gamans má geta að nemendur í leikritunarnámskeiði Leikfélags Kópavogs voru stórtækir í þessari keppni og var Guðmundur L. Þorvaldsson með tvö verk í keppninni, Hörður S. Daníelsson var einnig með tvö verk í keppninni og Gísli B. Heimisson var með eitt verk í keppninni.