Síðastliðið föstudagskvöld (20/11) var opið hús í Leikhúsinu, annað af slíku í vetur. Að þessu sinni var litið um öxl og horft á búta úr nokkrum sýningum fyrri ára. Sýnd voru myndskeið úr Svörtum sólskinum frá 1986-1987, Á gægjum frá 1994 og leikfimisýningunni Íþróttungi á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1994. Þá voru sýndar ljósmyndir úr ýmsum sýningum og viðburðum síðustu ár og leikskrár og blaðaumfjöllun lá frammi fyrir fólk að skoða.
Lesa nánar: Galopið hús