Author: lensherra

Stuttverkadagskrá og Herbergi 213

Leikfélag Kópavogs boðar samlestur vegna stuttverkadagskrár sem sýnd verður fyrstu vikuna í júní. Samlesturinn verður laugardaginn 17. maí kl. 10.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Allir velkomnir. Einnig er boðað til samlestra á haustverkefni félagsins sem er Herbergi 213 eftir Jökul jakobsson, þriðjudaginn 27.maí kl 20 í LK. Allir velkomnir og nýir félagar sérstaklega hvattir til að...

Read More

Bót og betrun

Bót og betrun eftir Michael Cooney Þýðing; Hörður Sigurðarson Frumsýnt 1. febrúar 2025 Miðasala á Tix.is   Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur  út úr félagslega kerfinu,  þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af, þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric...

Read More

Rúi og Stúi 2021

Frumsýnt 14. mars í Leikhúsinu Funalind 2.  Höfundar: Örn Alexandersson og Skúli Rúnar HilmarssonLeikstjóri: Gunnar Björn GuðmundssonLeikmynd: Þorleifur Eggertsson, Frosti Friðriksson og Örn AlexanderssonBúningar: María Björt Ármannsdóttir og Marín Mist MagnúsdóttirFörðun: Vilborg Árný ValgaðrsdóttirLýsing: Skúli Rúnar HilmarsosnHljóð: Hörður SigurðarsonLög og textar: Örn Alexandersson, Ingvar Örn Arngeirsson og Selma Rán LimaHljóðfæraleikur, upptaka og hljóðblöndun: Ingvar Örn Arngeirsson Tæknikeyrsla: Hjördís Berglind Zebitz og Marín Mist Magnúsdóttir Leikskrá, veggspjald og myndir: Einar Þór Samúelsson Leikarar: Rúi: Guðlaug Björk EiríksdóttirStúi: Ingvar Örn ArngeirssonBergsteinn: Stefan BjarnarsonKona Bergsteins: María Björt ÁrmannsdóttirBæjarstjóri: Ellen Dögg SigurjónsdóttirPrófessor: María Sigríður Halldórsdóttir Þjófur: Selma Rán LimaKráka: Björg Brimrún Sýningarstjórar:Þórdís Sigurgeirsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Hlín Ágústsdóttir. ...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2022 – Fundargerð

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs – 16. júní 2022 Anna Margrét Pálsdóttir formaður setti fund kl. 19:30 í leikhúsinu. a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. Fundarstjóri: Hörður Sigurðarson Fundaritari: Örn Alexandersson b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp.  Anna Margrét fór yfir skýrslu stjórnar.  Sjá skýrslu stjórnar 2021 -2022. Samþykkt samhljóða. c) Skýrslur nefnda lesnar upp.  –  Sjá skýrslu stjórnar. d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár frá gjaldkera.  Örn kynnti reikninga. Hörður lagði til að skoðað yrði að endurskoða Securitas. Samþykkt með öllum atkvæðum. e) Stjórnarkjör  Örn Alexandersson og Anna Margrét Pálsdóttir formaður hætta í stjórn og gefa ekki kost á sér aftur og Þórdís Sigurgeirsdóttir situr áfram í eitt ár.  Í varastjórn í eitt ár voru Sigurður Kr. Sigurðsson, Hjördís Berglind Zebitz og Ellen Dögg Sigurjónsdóttir –  Sigurður Kr. Sigurðsson og Ellen Dögg Sigurjónsdóttir gefa kost á sér í aðalstjórn – Samþykkt samhljóða. Í varastjórn gefa kost á sér Valgerður, Valdimar og Hjördís. Samþykkt samhljóða. f) Kosning hússtjórnar.  Hörður Sigurðarsson, Sigurður Kr. Sigurðsson og Örn Alexandersson. – Samþykkt samhljóða g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara.  Brynja Helgadóttir og Sigrún Tryggvadóttir.  Til vara Hörður Sigurðarsson  – Samþykkt samhljóða. h) Aðrar kosningar. –  Engar aðrar kosningar. i) Lagabreytingar – Engar lagabreytingar j) Ákvörðun félagsgjalda.  – Tillaga að óbreyttu árgjaldi  5000 kr – Samþykkt samhljóða k) Önnur mál. Fjörugar umræður um nýtingu húsins og framtíð þess. l) Afgreiðsla...

Read More