Leitin að sumrinu 2016
Fjörug, fræðandi og skemmtileg leiksýning sem er sérstaklega ætluð yngstu áhorfendunum – og þeim sem eru ungir í anda. Sýningar: Lau. 15. okt. kl. 15:00 Sun. 23 okt. kl. 13.00 Lau. 29 okt. kl. 13.00 Sun. 30 okt kl. 13.00 Sun. 6. nóv. kl. 13.00 Lau. 12. nóv. kl. 13.00 Sun. 13. nóv. kl. 1300 Verkið fjallar um hann Jón sem þekkir ekki annað en eilíft sumar. Dag einn fara skrýtnar persónur að ryðjast inn í líf hans, hver á fætur annarri og skipta um árstíðir. Jón er í fyrstu alls ekki sáttur við þessar breytingar, en lærir smám saman að hver árstíð hefur sína kosti og galla. Í sýningunni er lögð áhersla á að börnin taki þátt með skemmtilegum hætti og upplifi þannig leikhúsið á nýjan og áhugaverðan hátt. Leitin að sumrinu er samin af leikurunum þremur. Tónlist og öll leikhljóð eru einnig leikin og framkvæmd á staðnum, af leikurunum sjálfum og ef þannig vill til með hjálp áhorfenda og verður því heimur sýningarinnar og upplifunin enn raunverulegri og skemmtilegri fyrir vikið. Leikarar eru þrír, Ástþór Ágústsson, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson. Leikritið er sýnt í Leikhúsinu, Funalind 2, húsnæði Leikfélags Kópavogs. Aðstandendur sýningarinnar: Ástþór Ágústsson útskrifaðist af European Theatre Arts brautinni við Rose Bruford College vorið 2007. Síðan þá hefur hann leikið með ýmsum leikhópum, bæði í London og hér heima, helst ber að nefna Bottlefed,...
Read More