Author: lensherra

Hið Ubbalega

Leikfélag Hafnarfjarðar blæs til stuttverkahátíðar í tilefni þess að sýning félagsins Ubbi kóngur – skrípaleikur í mörgum atriðum – í leikstjórn Ágústu Skúladóttur var valin til þátttöku á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Austurríki í sumar. Stuttverkin eru innblásin af Ubba kóngi og höfundi hans, franska leikskáldinu Alfred Jarry. Áhorfendur mega því eiga von á ýmiskonar grodda, subbuskap og skrípalátum föstudaginn 20. maí, kl. 20.00, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Aðeins verður sýnt einu sinni. Gestgjafi kvöldsins er Ubba drottning. Hún mun, af sinni alkunnu alúð, gestrisni og gáfum, sjá áhorfendum fyrir andlegri næringu milli verka, ásamt ástkærum eiginmanni sínum og auðmjúkum...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2016

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn í Leikhúsinu Funalind 2, mán. 13. júní kl. 19.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skvt. lögum félagsins eins og hér segir: Lesa nánar: Aðalfundur Leikfélags Kópavogs...

Read More

Dýrin í Hálsaskógi

Leikhúsið er í útláni þessa dagana. Sauðkindin sem er leikfélag Menntaskólans í Kópavogi frumsýnir í kvöld fulllorðinsútgáfu af hinu margfræga leikriti Torbjörns Egner, Dýrunum í Hálsaskógi. Einsog segir í kynningu er í ppsetningu Sauðkindarinnar á Dýrunum í Hálsaskógi “… hulunni svipt af þessu sígilda norska barnaleikriti og leiðir í ljós spillt samfélag þar sem fámenn valdaklíka svífst einskis til að fullnægja dýrslegum hvötum og drepa hvers kyns andóf í dróma. Einelti og ofsóknir eru klædd kufli trúar, vonar og kærleika sem blekkir sálirnar stórar og smáar enda ekki allt sem sýnist í Hálsaskógi þar sem dýrin eru menn.” Leikstjóri...

Read More

Stjörnuljósakvöld 2016

Hin árlega innanfélagsskemmtun Leikfélags Kópavogs, Stjörnuljósakvöld verður haldin laugardaginn 9. janúar. Vanalega hefur skemmtunin verið haldið fyrstu helgi á nýju ári en ástæða þótti til að gefa fólki tækifæri til að jafna sig betur eftir áramótin að þessu sinni. Dagskráin verður fjölbreytt samkvæmt venju og samanstendur af leikþáttum og tónlistaratriðum og einhverju fleira. Af leikþáttum má nefna Að vera eða vera ekki, Systur sveina og Töfrabragð. Tónlistin er í höndum Leikhússbandsins (2/3 og mögulega gestur) og einnig troða upp þau Ágústa Sigrún og Sváfnir með Stjörnubjart sem er auðvitað mjög við hæfi þetta kvöld. Að lokinni formlegri dagskrá blanda...

Read More

Unglingarnir frumsýna tvö verk

Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir leikritin Sumarbúðir og Hvíldu í friði nú um helgina. Unglingadeildin sem telur nú tvo hópa, eldri og yngri, hefur í haust verið á vikulegum leiklistarnámskeiðum. Námskeiðunum sem slíkum er lokið en nú er komið að leiksýningum sem eru öðrum þræði afrakstur námskeiðanna. Yngri hópur sýnir leikritið Sumarbúðir sem fjallar um hópur barna sem fer í sumarbúðir en uppgötvar sér til mikillar skelfingar að þar er allt meira og minna bannað. Og hvað er þá til ráða nema auðvitað taka til sinna ráða? Eldri hópur sýnir draugatryllinn Hvíldu í friði sem segir frá unglingum sem fara...

Read More