Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2014-2015
Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2014 sóttu 8 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Þar sem aðalfundur er haldinn seinna í ár en venjulega er einnig hægt að upplýsa að í ár sóttu 3 félagsmenn námskeið í skólanum. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er svo kominn inn að nýju og skemmtilegt frá því að segja að umsjónarmenn eru báðir fyrrverandi meðlimir í unglingadeild leikfélagsins. Elskhuginn Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Þar var á ferð ekkert minna en Elskhuginn eftir Nóbelskáldið Harold Pinter. Örn Alexandersson stýrði Arnfinni og Önnu Margréti í þessu margslungna verki. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við ágæta aðsókn og góðar undirtektir. Gagnrýnandi sagði m.a. að hér væri á ferðinni “… prýðileg sýning sem áhugafólk um leiklist og leikhús ætti ekki að missa af.” Stuttverkahátíð NEATA Óvænt barst félaginu beiðni um að halda Stuttverkahátíð NEATA laugardaginn 4. október. Fyrirvarinn var aðeins nokkrir dagar en samhentur hópur þeirra Skúla, Klæmint og Harðar skipulagði og sá um sviðssetningu 15 leikþátta, þriggja frá Færeyjum og 12 frá Íslandi. Trúðurinn Sessa, góð vinkona Ernu Bjarkar sá um kynningar og...
Read More