Author: lensherra

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2014-2015

Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2014 sóttu 8 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Þar sem aðalfundur er haldinn seinna í ár en venjulega er einnig hægt að upplýsa að í ár sóttu 3 félagsmenn námskeið í skólanum. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er svo kominn inn að nýju og skemmtilegt frá því að segja að umsjónarmenn eru báðir fyrrverandi meðlimir í unglingadeild leikfélagsins. Elskhuginn Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Þar var á ferð ekkert minna en Elskhuginn eftir Nóbelskáldið Harold Pinter. Örn Alexandersson stýrði Arnfinni og Önnu Margréti í þessu margslungna verki. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við ágæta aðsókn og góðar undirtektir. Gagnrýnandi sagði m.a. að hér væri á ferðinni “… prýðileg sýning sem áhugafólk um leiklist og leikhús ætti ekki að missa af.” Stuttverkahátíð NEATA Óvænt barst félaginu beiðni um að halda Stuttverkahátíð NEATA laugardaginn 4. október. Fyrirvarinn var aðeins nokkrir dagar en samhentur hópur þeirra Skúla, Klæmint og Harðar skipulagði og sá um sviðssetningu 15 leikþátta, þriggja frá Færeyjum og 12 frá Íslandi. Trúðurinn Sessa, góð vinkona Ernu Bjarkar sá um kynningar og...

Read More

Vinnudagur og leikárslokagrill

Laugardaginn 20. júní lokum við leikárinu formlega hjá leikfélaginu. Hefð er orðin fyrir því að félagsmenn mæti að morgni í leikhúsið og vinni þar að viðhaldi, tiltekt og framkvæmdum ýmisskonar. Að afloknum vinnudegi býður félagið svo í leikárslokagrill. Leikhúsið opnar kl. 10.00 á laugardeginum og verður unnið frameftir degi. Leikárslokagrillið hefst síðan kl. 17.30. Matur er í boði félagsins en félagar þurfa að útvega drykkjarvörur...

Read More

Leiklestur á Manni og konu

Leiklestur (samlestur) á vegum Nafnlausa leikhópsins á leikritinu “Maður og kona” eftir Emil Thoroddsen og Indriða Waage eftir sögu Jóns Thoroddsen, verður haldinn í Leikhúsinu á sunnudag. Nánari upplýsingar hér fyrir þá sem hefðu áhuga á að...

Read More

Ást í meindýrum

Leikdagskráin Ást í meindýrum var frumsýnd í gær, fimmtudag við góðar viðtökur. Aðeins verður ein sýning í viðbót, á morgun laugardag 30. maí. Í dagskránni eru sýndir 5 leikþættir í flutningi níu leikara undir stjórn þriggja leikstjóra. Þættirnir eru Ást í hraðbanka eftir Bjarna Guðmarsson, Á veröndinni einn bjartan vormorgun eftir Alex Dremann, Bóksalinn eftir Örn Alexandersson, Líflína eftir Douglas Craven og Meindýr eftir Bjarna Guðmarsson. Almennt miðaverð er 1.000 kr. en félagsmenn eiga frímiða eins og venjulega. Miðapantanir sendist í netfangið midasala@kopleik.is. Nánar um sýninguna...

Read More

Á rúmsjó – samlestur

Leikárinu er að ljúka en undirbúningur fyrir það næsta er þegar hafinn. Hér með er boðað til samlesturs á verki sem ætlunin er að sýna á hausti komanda. Verkið er Á rúmsjó eftir Sławomir Mrożek í leikstjórn Arnar Alexanderssonar. Þeir sem hefðu áhuga á að taka þátt eru boðaðir á samlestur í Leikhúsinu mánudaginn 1. júní kl. 20.00. Aðrir félagsmenn eru einnig...

Read More