Author: lensherra

Styrkir í Leiklistarskóla BÍL

Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Húnavöllum 6. til 14. júní í sumar. Eins og venjulega býður félagið félagsmönnum styrk til að sækja nám í Leiklistarskóla BÍL að Húnavöllum. Félagsmenn sem sækja skólann í sumar þurfa að senda inn umsókn á lk@kopleik.is. Umsækjendur þurfa að vera skuldlausir félagsmenn og hafa starfað með félaginu á undanförnum tveimur árum. Upphæð styrks verður upplýst þegar í ljós kemur hversu margir eru...

Read More

Nýr Leiklistarvefur

Þeir sem lifa og hrærast í leiklistinni ættu að bókamerkja www.leiklist.is, þar sem Leiklistarvefurinn hefur aðsetur. Þar er m.a. að finna stærsta leikritasafn á landinu þar sem hægt er að leita að leikritum af öllu tagi eftir mismunandi leitarskilyrðum, Leikhúsbúðina, sérverslun með leikhúsvörur og margt fleira leiklistartengt. Vefurinn var nýlega...

Read More

Leikdagskrá fyrir sumarfrí

Nú líður að sumri en þó hljótt hafi verið um okkur undanfarið er leikfélagið þó ekki enn farið í sumarfrí. Nú standa yfir æfingar á nokkrum leikþáttum sem sýndir verða í lok mánaðarins. Nánar verður sagt frá þessu þegar nær dregur. Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við dagskrána eru beðnir um að gefa sig fram á...

Read More

Lokasýning á Óþarfa offarsa

Nú er aðeins eftir ein sýning af Óþarfa offarsa sem leikfélagið hefur sýnt að undanförnu. Óþarfa offarsi hefur fengið frábærar viðtökur hjá áhorfendum en nú eru síðustu forvöð hjá þeim sem eiga eftir að koma. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Sjá nánar um sýninguna...

Read More

Lokasýning á Óþarfa offarsa

Nú er aðeins eftir ein sýning af Óþarfa offarsa sem leikfélagið hefur sýnt að undanförnu. Óþarfa offarsi hefur fengið frábærar viðtökur hjá áhorfendum en nú eru síðustu forvöð hjá þeim sem eiga eftir að koma. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Sjá nánar um sýninguna...

Read More