Óþarfa offarsi 2015
Frumsýnt 21. feb. 2015 Átta hurða farsi eftir Paul Slade Smith Aukasýningar í apríl: Lau. 17. apríl kl. 20.00 Sun. 19. apríl kl. 20.00 Fim. 23. apríl kl. 20.00 Lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa spilltan borgarstjóra að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglumennirnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Verkið var fyrst frumsýnt árið 2006 og hefur síðan verið sýnt víða um Bandaríkin en einnig fjölgar sífellt uppsetningum víðsvegar í heiminum og nú er þessi bráðfyndni farsi loks frumfluttur á Íslandi. Lesa gagnrýni á Leiklistarvefnum Sjá stiklu úr sýningunni Miðapantanir: midasala@kopleik.is / 554 1985 eða Miðaverð er 2.600 kr. Eldri borgarar í Kópavogi fá 50% afslátt á miðaverði. Skuldlausir félagsmenn eiga frímiða á allar sýningar félagsins. Miðasala á tix.is (sjá að ofan). Einnig hægt að panta miða á midasala@kopleik.is eða í síma 554 1985. Leikstjórn: Hörður Sigurðarson Aðstoðarleikstjórn: Anna Bryndís Einarsdóttir og Guðlaug Björk Eiríksdóttir Leikarar: Anna Margrét Pálsdóttir, Erna Björk H. Einarsdóttir, Guðmundur L. Þorvaldsson, Helga Björk Pálsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson, Stefán Bjarnarson og Örn Alexandersson. Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson Leikmynd: Isaksen og Falck Búningar: Dýrleif Jónsdóttir Hljóð og tæknivinna: Fjölnir Gíslason Hvíslari: Sigrún Tryggvadóttir Altmuligmaður og togari: Ásgeir Kristinsson Ýmis aðstoð og...
Read More