Author: lensherra

Óþarfa offarsi 2015

Frumsýnt 21. feb. 2015 Átta hurða farsi eftir Paul Slade Smith Aukasýningar í apríl: Lau. 17. apríl kl. 20.00 Sun. 19. apríl kl. 20.00 Fim. 23. apríl kl. 20.00  Lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa spilltan borgarstjóra að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglumennirnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Verkið var fyrst frumsýnt árið 2006 og hefur síðan verið sýnt víða um Bandaríkin en einnig fjölgar sífellt uppsetningum víðsvegar í heiminum og nú er þessi bráðfyndni farsi loks frumfluttur á Íslandi.     Lesa gagnrýni á Leiklistarvefnum Sjá stiklu úr sýningunni         Miðapantanir: midasala@kopleik.is / 554 1985 eða Miðaverð er 2.600 kr.  Eldri borgarar í Kópavogi fá 50% afslátt á miðaverði. Skuldlausir félagsmenn eiga frímiða á allar sýningar félagsins. Miðasala á tix.is (sjá að ofan). Einnig hægt að panta miða á midasala@kopleik.is eða í síma 554 1985. Leikstjórn: Hörður Sigurðarson Aðstoðarleikstjórn: Anna Bryndís Einarsdóttir og Guðlaug Björk Eiríksdóttir Leikarar: Anna Margrét Pálsdóttir, Erna Björk H. Einarsdóttir, Guðmundur L. Þorvaldsson, Helga Björk Pálsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson, Stefán Bjarnarson og Örn Alexandersson. Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson Leikmynd: Isaksen og Falck Búningar: Dýrleif Jónsdóttir Hljóð og tæknivinna: Fjölnir Gíslason Hvíslari: Sigrún Tryggvadóttir Altmuligmaður og togari: Ásgeir Kristinsson Ýmis aðstoð og...

Read More

Velheppnað Stjörnuljósakvöld

Stjörnuljósakvöld, árleg innanfélagsskemmtun leikfélagsins var haldin laugardaginn 4. jan. Vegleg dagskrá var í boði, sex leikþættir og tvo tónlistaratriði. Félagsmenn nutu atriðanna og áttu síðan ánægjulega stund við spjall, dans og önnur skemmtilegheit. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir byrjendur

Mánudaginn 14. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður í sex skipti alls, þrjár klst. í senn. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir...

Read More