Elskhuginn kveður og farsinn heilsar
Sýningum er nú lokið á Elskhuganum eftir Harold Pinter. Frumsýnt var í október og vegna góðrar aðsóknar var bætt við sýningu síðastliðinn þriðjudag. Sýningin hlaut mikið lof þeirra sem sáu, þar á meðal Árna Hjartarsonar sem í umsögn á Leiklistarvefnum sagði Elskhugann sýningu sem “… áhugafólk um leiklist og leikhús ætti ekki að missa af.” Ekki er þó setið auðum höndum í Leikhúsinu því nú eru hafnar æfingar á farsa sem kynntur verður nánar síðar. Stefnt er að frumsýningu í byrjun febrúar og miðað við kátínuna á samlestrum er óhætt að lofa taumlausri skemmtun þegar þar að...
Read More