Author: lensherra

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs

Boðað er til aðalfundar Leikfélags Kópavogs fyrir leikárið 07/08. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. júní kl. 20:00 í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi. Dagskrá fundarins fer fram skv. 7. grein laga Leikfélags Kópavogs: 7. grein Störf aðalfundar eru þessi: a) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu. b) Stjórnarkjör c) Aðrar kosningar. d) Lagabreytingar. Tillögur skulu sendar stjórn eigi síðar en fyrir lok mars. e) Ákvörðun félagsgjalda. f) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár. g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara. h) Önnur mál. i) Afgreiðsla fundargerðar Atkvæðis- og kosningarrétt hafa skuldlausir félagar leikfélagsins, en þeir sem áhuga hafa á að koma og kynna sér starfsemi félagsins eru velkomnir. Stjórn Leikfélags...

Read More

Framhaldsaðalfundur Leikfélags Kópavogs

Boðað er til framhaldsaðalfundar hjá Leikfélagi Kópavogs næstkomandi þriðjudag, 15. apríl, kl. 19:00. Dagskrá framhaldsaðalfundar: 1. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar 2. Önnur mál. Fundurinn verður haldinn í Leikhúsi LK í Funalind 2 Við viljum einnig minna félagsmenn á félagsgjöldin. Félagsgjöldin eru nú 1.500 krónur Leikfélag Kópavogs, kt. 700670-0749 Bankauppl: 1135-26-41985. Stjórn...

Read More

Börn mánans

Síðastliðinn fimmtudag urðu tímamót í sögu Leikfélags Kópavogs þegar Unglingadeild félagsins frumsýndi Börn mánans eftir Michael Weller í leikstjórn Sigurþórs Alberts Heimissonar. Listin lætur ekki bíða eftir sér og það sannast í Kópavoginum þessa dagana. Þó smíði nýs leikhús Leikfélags Kópavogs hafi staðið yfir hefur Unglingadeild félagsins æft af fullum krafti undanfarnar vikur í hamarshöggum og sögunargargi innan um þéttull og krossviðarplötur. Afrakssturinn var frumsýndur í hráu leikhúsinu síðastliðinn fimmtudag. Börn mánans fjallar um hóp ungs fólks sem býr saman í einskonar kommúnu. Í baksviði er Víetnamstríðið og sú ólga sem einkenndi líf ungs fólks á þeim tíma. Lesa nánar: Börn...

Read More

Leikum núna

Góðir félagar! Eins og öllum ætti að vera ljóst hefur starfsemi Leikfélagsins mótast mjög af framkvæmdum við húsið að Funalind. Það má þó ekki verða til þess að við vanrækjum listina og því blásum við hér með til sóknar á nýju ári. Stjórn LK stefnir að eftirfarandi verkefnum á síðari hluta leikársins… Lesa nánar: Leikum...

Read More

Gleðisamkoma 8. desember

Laugardaginn 8. desember næstkomandi verður haldin gleðisamkoma í nýju húsnæði félagsins að Funalind 2 til að marka þau tímamót sem nú eru hjá félaginu. Allir núverandi og einnig fyrrverandi félagar eru velkomnir á staðinn. Haldin verður leikhússportkeppni auk annarra atriða en annars er ætlunin að spjalla saman, rifja upp gamla og nýja tíma og horfa fram á veginn. Þetta er einnig upplagt tækifæri fyrir þá félaga sem ekki hafa komið í Funalindina að skoða húsnæðið og kynna sér það sem í vændum er í starfseminni. Lesa nánar: Gleðisamkoma 8....

Read More