Author: lensherra

Samlestur á stuttverkum

Næstkomandi þriðjudag kl. 18:30 – 20 verður samlestur á þeim verkum sem leikstjórar völdu til að leikstýra fyrir einþáttungakvöld Leikfélags Kópavogs. Þeir sem hug hafa á því að leika í einhverjum þessara einþáttunga mæta í húsnæði leikfélagsins að Fannborg 2 ef þið hafið áhuga á því að leika en komist ekki á þessum tíma sendið póst á lk@kopleik.is. Leikstjórar að einþáttungum eru: Bylgja Ægisdóttir Gísli Björn heimisson Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Hörður Skúli Daníelsson Stuttverkin sem sett verða upp eru: Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson Jesús getinn eftir Bjarna töframann Ofsaveður eftir Gísla Björn Heimisson Tif eftir Hörð Skúla...

Read More

Samkeppni um merki

Í tilefni 50 ára afmælis leikfélagsins mun Leikfélag Kópavogs standa fyrir samkeppni um nýtt merki félagsins. Í verðlaun fyrir besta merkið fær viðkomandi 15.000 krónur og frítt á allar sýningar félagsins á áfmælisárinu. Stjórn leikfélagsins mun tilkynna úrslit úr samkeppninni þann 30. desember...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir unglinga

Leiklistarnámskeið fyrir unglinga er hafið hjá Leikfélagi Kópavogs. Námskeiðið er ætlað ungu fólki í Kópavogi í 8. til 10. bekk grunnskóla. Æfingar er tvisvar í viku þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 16:30 til 18:30. Námskeiðið er fram yfir áramót og endar svo með uppfærslu á afrakstrinum. Leiðbeinandi er Sigurþór Albert Heimisson. Þátttökugjald er 5000 krónur, en afsláttur er veittur fyrir börn félagsmanna. Námskeiðið er haldið í Hjáleigu Félagsheimilis Kópavogs, Fannborg 2. Ef óskað er nánari upplýsingar er hægt að senda póst á...

Read More

Fundur með leikstjórum og höfundum einþáttunga

Mánudagskvöldið 6. nóvember næstkomandi, kl 20:00 þá verður fundur með höfundum og leikstjórum einþáttungakvölds LK. Þeir sem hug hafa á því að leikstýra eiga að koma með góða skapið og opinn huga. Þeir sem hafa verk í fórum sínum sem þeir vilja að sett verði upp á einþáttungakvöldinu koma með þau...

Read More

Námskeið í leikritun

Leikfélag Kópavogs verður með námskeið í leikritun bráðlega og stjórn þess verður í styrkum höndum Hrefnu Friðriksdóttur. Á námskeiðinu verður farið í leikritun og verður sjónum einkum beint að skrifum á styttri verkum/einþáttungum. Námskeiðið verður 30 klst. og verður á eftirfarandi tímum: Laugardaginn 23. september kl. 10-16 Sunnudaginn 24. september kl. 10-16 Þriðjudaginn 3. október kl. 20-23 (getur breyst) Laugardaginn 7. október kl. 10-16 Sunnudaginn 8. október kl. 10-16 Fimmtudagurinn 12. október kl. 20-23 Þetta verða semsagt tvær helgar og tveir dagar. Námskeiðið kostar ekkert fyrir félagsmenn en 3000 kr. fyrir aðra, og félagsmenn hafa forgang við innritun á námskeiðið. Þeir sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin ættu því að gera það hið...

Read More