Author: lensherra

Barna- og unglinganámskeið

Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er nú með námskeið í samstarfi við Leikfélag Kópavogs á haustönn 2019. Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/  Leikhúsið Funalind 2, húsnæði LEIKFÉLAGS KÓPAVOGS Á MIÐVIKUDÖGUM / hefst 18. september Kl. 16.00-17.00 4.-6. bekkur / almennt námskeið Kl. 17.00-18.20 7.-10. bekkur / UNGLINGANÁMSKEIÐ. Skráning í gangi á vef Leynileikhússins. Almenn námskeið; Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi.  Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði. Lokasýningin...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2018-2019

Leikárið byrjaði með látum en ákveðið var á vordögum 2018 á setja upp nýjan og spennandi farsa. Leikárið eftir áramót var heldur rólegra, en starfsemin fjölbreytt og fastir liðir á sínum stað. Framkvæmdastjóri hússins Það fyrirkomulag að hafa framkvæmdastjóra leikhússins hefur reynst það vel að stjórn ákvað að framlengja samningnum þriðja árið í röð. Framkvæmdastjóri sér um það sem viðkemur húsinu sjálfu og samskipti við þá aðila og hópa sem fá inni í Leikhúsinu. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag komið til að vera. Framkvæmdir innanhúss Mikið var rætt um að fara í framkvæmdir innanhúss en minna gert, enda nýbúið að taka vel í gegn á neðri hæð hússins. Þetta virðist vera verkefnið endalausa. Draumurinn er að ráðast í framkvæmdir í leikararými á efri hæðinni. Skoðaðar voru gamlar teikningar af skipulagi rýmisins og uppi eru hugmyndir að betrumbæta aðstöðuna þar á næstunni. Götuleikhúsið Götuleikhúsinu býðst aðstaða í Leikhúsinu í júní og júlí. Sem fyrr var umgengni til fyrirmyndar og engin vandamál komu upp Farsinn Tom, Dick og Harry Í lok ágúst hófst samlestur á farsanum Tom, Dick og Harry í þýðingu og leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Það gekk vonum framar að manna í 9 manna farsa og færri komust að en vildu. Æfingar gengu vel, eins hönnun leikmyndar sem var í höndum Maríu B. Ármannsdóttir sem hafði nýlokið námskeið í sviðsmynda og búningahönnun hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga með styrk frá...

Read More

Leiklistarnámskeið í september

Í september hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. en skráðir félagsmenn greiða 5.000 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 3.000 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.Námskeiðið hefst mánudaginn 9. september og eru námskeiðstímar sem hér segir: Mán. 9. sept. kl. 19.00-22.00...

Read More

Leikróf – leikdagskrá

Leikdagskráin Leikróf verður frumsýnd í Leikhúsinu laugardaginn 1. júní kl. 17.00. Miðasala er á hér á vefnum. Á dagskránni eru eftirfarandi verk: Át takið Höfundur: Ólafur ÞórðarsonLeikstjórn:Arnfinnur Daníelsson/Hörður SigurðarsonLeikarar:Birgitta Hreiðarsdóttir, Halldóra Harðardóttir, Ólöf P. Úlfarsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir Boðorðin 10Höfundur: Steinunn ÞorsteinsdóttirLeikstjórn: Sigrún TryggvadóttirLeikarar:Sigríður Sól Indriðadóttir, Ellen Dögg Sigurjónsdóttir Hinir óvelkomnu Höfundur: Walter WykesÞýðing: Hörður SigurðarsonLeikstjórn: Hörður SigurðarsonLeikarar:Halldóra Harðardóttir, Halldór Sveinsson og Maria Araceli Engin vettlingatökHöfundur: Þórunn GuðmundsdóttirLeikstjórn: Örn AlexanderssonLeikari:Valgerður Rannveig...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2017- 2018

Enn einu viðburðarríku leikári hjá Leikfélaginu er lokið. Sem fyrr var starfsemin fjölbreytt og skemmtileg. Leiklistarskóli Bandalagsins Að þessu sinni fóru tveir einstaklingar frá Leikfélagi Kópavogs til að nema leiklistina í Leiklistarskóla BÍL í júní 2017. Að venju styrkti leikfélagið félagsmenn að hluta til að bæta menntun sína á sviði leiklistar og mun svo verða áfram. Stjórn telur það afar mikilvægt að styrkja virka félagsmenn með þessu móti og efla þannig innra starf leikfélagsins Götuleikhúsið Götuleikhúsið kom inn að venju í byrjun júní. Sem fyrr var umgengni til fyrirmyndar og engin vandamál  komu upp. Óperudagar Í júní voru óperudagar haldnir í Kópavogi og leigði leikfélagið út húsið til afnota af því tilefni.  Snertu mig ekki – snertu mig! Snertu mig ekki  – snertu mig! er framhald af sýningunni Snertu mig! sem var sýnd á síðasta leikári. Vegna fjölda áskorana frá áhorfendum sem vildu vita meira um afdrif persónanna settist höfundur niður og skrifaði framhald.  Sýningunni var vel tekið og fékk mjög góða dóma. Höfundur er Örn Alexandersson og leikstjóri var Sigrún Tryggvadóttir.  Frumsýnt var í september. Alls var sýnt sjö sinnum og aðsókn var góð. Leiklistarnámskeið fyrir krakka Eins og áður bauð félagið upp á sín árlegu námskeið fyrir krakka undir  styrkri leiðsögn Guðmundar L. Þorvaldssonar og Grímu Kristjánsdóttur. Þátttaka var dræm og þurfti að sameina yngri og eldri hóp í einn.  Spurning um ástæður þessa, en nú er...

Read More