Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2018-2019
Leikárið byrjaði með látum en ákveðið var á vordögum 2018 á setja upp nýjan og spennandi farsa. Leikárið eftir áramót var heldur rólegra, en starfsemin fjölbreytt og fastir liðir á sínum stað. Framkvæmdastjóri hússins Það fyrirkomulag að hafa framkvæmdastjóra leikhússins hefur reynst það vel að stjórn ákvað að framlengja samningnum þriðja árið í röð. Framkvæmdastjóri sér um það sem viðkemur húsinu sjálfu og samskipti við þá aðila og hópa sem fá inni í Leikhúsinu. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag komið til að vera. Framkvæmdir innanhúss Mikið var rætt um að fara í framkvæmdir innanhúss en minna gert, enda nýbúið að taka vel í gegn á neðri hæð hússins. Þetta virðist vera verkefnið endalausa. Draumurinn er að ráðast í framkvæmdir í leikararými á efri hæðinni. Skoðaðar voru gamlar teikningar af skipulagi rýmisins og uppi eru hugmyndir að betrumbæta aðstöðuna þar á næstunni. Götuleikhúsið Götuleikhúsinu býðst aðstaða í Leikhúsinu í júní og júlí. Sem fyrr var umgengni til fyrirmyndar og engin vandamál komu upp Farsinn Tom, Dick og Harry Í lok ágúst hófst samlestur á farsanum Tom, Dick og Harry í þýðingu og leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Það gekk vonum framar að manna í 9 manna farsa og færri komust að en vildu. Æfingar gengu vel, eins hönnun leikmyndar sem var í höndum Maríu B. Ármannsdóttir sem hafði nýlokið námskeið í sviðsmynda og búningahönnun hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga með styrk frá...
Read More