Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á ÖLLU & ENGU hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið hafði í upphafi vinnuheitið EKKERT og eins og það gefur til kynna byrjaði hópurinn með EKKERT í höndunum. EKKERT handrit. EKKERT haldreipi. Það var upphafið að ÖLLU & ENGU.
Hópurinn, sem er samansettur af jafnt gömlum sem nýjum meðlimum LK, hefur komið víða við þessar vikur, en er núna kominn á áfangastað. ALLT & EKKERT hópurinn hefur grafið upp safn af sögum og mun í byrjun mars bjóða uppá líflegar frásagnir, kaffi og með því í hlýlegu og þægilegu umhverfi. Allt og ekkert sem þið hafið séð fram að þessu getur búið ykkur undir ALLT & EKKERT.
Frumsýning á ALLT & EKKERT er föstudaginn 2. mars og byrjar sýningin klukkan 20. Hægt er að panta miða hér á vefnum og í síma 8239700.